fbpx
Menu

Innsýn í námið

Grunnur fyrir málm- og véltækni

Námið hentar þeim sem hafa ekki ákveðið hvaða málm- eða vél­tækni­grein verður fyrir valinu s.s. stálsmíði, blikksmíði, renn­ismíði, vél­virkjun, flug­virkjun, vél­stjórn eða bif­véla­virkjun.

Brautin er kennd í dagnámi í Hafnarfirði og tekur eina til þrjár annir.

Braut­ar­lýsing

TH-GMV17 Grunnnám málm- og véltæknigreina

Þetta er 1-3 anna nám í grunn­á­föngum almennra- og fag­greina ætlað þeim sem hyggja á frekara nám í málm- eða vél­tækni­greinum fram­halds­skóla, s.s. stálsmíði, blikksmíði, renn­ismíði, vél­virkjun, flug­virkjun, vél­stjórn eða bif­véla­virkjun. Námið hentar þeim sem hafa ekki ákveðið hvaða málm- eða vél­tækni­grein verður fyrir valinu, og þeim sem eiga eftir að ná lág­marks­ár­angri í stærðfræði, ensku eða íslensku til að komast inn í fagnámið sem þeir óska.

Ekki er krafa um ákveðna fram­vindu í þessu námi en þegar nem­andi hefur ákveðið sig og upp­fyllir inn­töku­skilyrði þá getur hann valið viðeig­andi fag­braut málm- og vél­tækni­greina og haldið þar áfram og klárað þá braut.

Námsskipulag brautar eftir önnum

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Ekki er gerð krafa um sér­stök inn­töku­skilyrði, og meðan nem­endur, sem þess þurfa, eru að ná lág­marks­ár­angri í kjarn­greinum eru þeir í áhugaverðu iðnnámi málm- og vél­greina samhliða.

Að loknu námi

Ekki er um önnur rétt­indi að ræða en að nem­endur öðlast rétt til að hefja nám í fag­grein eftir að hafa náð lág­marks­ár­angri í kjarna­greinum.

Faggreinarnar eru kenndar í Vél­tækni­skólnum og þú getur fundið þær í leit að námi undir flokknum vél­tækni og vél­stjórn.

 

Umsagnir

Shape
Shape

Rafnar Snær Baldvinsson lauk námi í vélstjórn

Vél­stjórn­ar­námið er mjög fjöl­breytt, inni­heldur mikið af nyt­sam­legum upp­lýs­ingum og hefur frá­bæra kennara sem miðla þekk­ingu eins og þeim einum er lagið. Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það er fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni. Ég mæli ein­dregið með þessu námi ef að þú ert for­vitin/​n um virkni hluta og/​eða viðgerðir.

Valdimar Árnason lauk námi í flugvirkjun

Í byrjun árs 2017 var komið að því, ég ætlaði að gera eitthvað meira en bara vinna. Mig langaði að gera eitthvað sem ég hafði virki­lega áhuga á. Var búinn að velta þessu fyrir mér í kannski tvö ár og svo sá ég aug­lýs­ingu á Face­book fyrir flug­virkj­anám Tækni­skólans. Aug­lýs­ingin poppaði auðvitað upp á mínum skjá því ég hef haft brenn­andi áhuga á flug­vélum síðan ég var 4 ára og er með fullt að flug­véla­tengdum síðum á Face­book.

Ég sé ekki eftir að hafa sótt um þetta sérnám því ég kynntist fólki frá öllum stéttum sam­fé­lagsins. Fólk sem hafði mis­mikinn áhuga en vildi gera það sama og ég, finna sér eitthvað sem væri öðruvísi en þau höfðu verið að vinna við. Gaman var að fylgjast með þeim öllum fá aukinn áhuga fyrir þessum tækjum háloft­anna með mér.

Námið er skemmti­legt og mjög fjöl­breytt en á köflum ansi strembið og voru flestir kenn­ar­arnir mjög færir að ein­falda efnið fyrir manni. Það sem ég tek úr þessu er auðvitað námið og kunn­átta mín að leysa vandamál en þessi  tvö ár með bekkj­ar­fé­lög­unum stendur upp úr. Tveir mánuðir fyrir norðan á Akur­eyri í verk­legu námi virki­lega þéttu hópinn og er maður heppinn að hafa eignast svona marga vini.

Sigurður fór í nám í verkfræði í Háskólanum eftir nám í Véltækniskólanum.

„Fjöl­breytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í Háskól­anum.“

FAQ

Spurt og svarað

Þarf að eiga sérstakan búnað fyrir námið?

Nem­endur sem hefja nám í Vél­tækni­skól­anum verða að koma með eigin örygg­isskó, hlífðargler­augu og heyrna­hlífar sem skylt er nota í verk­legu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kenn­arar krefjast þess að nem­endur noti hlífðarbúnað.

Hvernig kemst ég á starfssamning?

IÐAN fræðslusetur sér um náms­samn­inga fyrir málm- og vél­tækni­greinar. Sjá einnig næsta skref um störf í grein­inni.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!