fbpx
Menu

Innsýn í námið

Fagmennska og virðing

Sem raf­veitu­virki er vinnan mest í háspennu­tækni. Setja upp tengi­virki, leggja háspennu­línur og setja upp spennistöðvar. Mörg raf­verk­taka­fyr­ir­tæki hafa raf­veitu­virkja í vinnu.

Þetta er nám ofan á nám í raf­virkjun og þá taka nem­endur viðbótaráfanga sem lúta að burðarþoli, umhverf­isfræði og örygg­is­málum. Raf­veitu­virkjar vinna við háspennu­línur, oft við mjög erfiðar aðstæður og þurfa því að hafa örygg­is­málin á hreinu.

Námið er kennt sem viðbót við rafvirkjun.

Braut­ar­lýsing

RT23 Rafveituvirkjun

Inn­töku­skilyrði er að hafa lokið lokið sveins­prófi í raf­virkjun. Meg­in­markmið náms í raf­veitu­virkjun er að gera nem­endum kleift að öðlast þekk­ingu og færni til að takast á við störf raf­veitu­virkja, einkum við upp­setn­ingu, mæl­ingar, viðhald og viðgerðir lagna og búnaðar til flutn­ings- og dreif­ingar raf­orku frá framleiðanda til not­enda. Raf­veitu­virki hefur sér­tæka þekk­ingu á flutn­ingi háspennu um raf­orku­kerfi og þeim búnaði sem til þarf. Jafn­framt er raf­veitu­virki með yfir­grips­mikla þekk­ingu á þeim örygg­is­reglum sem gilda bæði gagn­vart eigin öryggi og annarra en jafn­framt gagn­vart rekstr­arör­yggi kerfa. Raf­veitu­virki er vel inni í þeim búnaði sem þarf til úti­vistar á fjöllum og þekkir vel til umhverf­is­mála og land­mæl­inga. Hann þekkir jafn­framt vel til burðarþols þeirra mann­virkja sem halda uppi raf­búnaði eða línum.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Inn­töku­skilyrði er að hafa lokið lokið sveins­prófi í rafvirkjun.

 

Námsframvinda

Raf­veitu­virkjun er lög­gilt iðngrein. Námið í raf­véla­virkjun er alls 4 áfangar eða 19 ein­ingar sem bætast ofan á raf­virkj­a­námið (2 annir) og vinnustaðanám hjá meistara í raf­veitu­virkjun sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 48 vikur. Almennt er miðað við að nem­endur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í loka­áföngum fag­brautar eða samhliða.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar.

 

Að loknu námi

Próf­skír­teini af fag­braut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðslu­skrif­stofu rafiðnaðarins að allt náms­efni í rafiðngreinum verði ókeypis nem­endum. Þetta er langt komið og sára­fáar bækur sem nem­endur þurfa að kaupa til námsins.

Náms­efni er að finna á rafbok.is.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í Raf­veitu­virkjun fer fram á Skólavörðuholti.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skóla­sókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Í Raf­tækni­skól­anum er starf­andi skóla­félag sem hefur það hlut­verk að tengja stjórn­endur skólans við nem­endur og koma með athuga­semdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafn­framt er skóla­fé­lagið tengiliður stjórn­enda við nem­endur. Full­trúi skóla­fé­lagsins situr fundi með stjórn­endum reglu­lega sem og fagráði skólans.
Skóla­fé­lagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppá­komur.
Nem­endur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félags­starf. Saman mynda skóla­félög innan Tækni­skólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!