Menu

Innsýn í námið

Viltu miðla upplýsingum?

Í náminu lærir þú um graf­íska hönnun og fram­setn­ingu efnis fyrir prent-, ljósvaka-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, týpógrafíu og graf­íska hönnun, umbrot, margmiðlun og textameðferð, sta­f­ræna upp­bygg­ingu mynda og lit­stýr­ingu.

Brautin tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni við fram­setn­ingu upp­lýs­inga og miðlun þeirra.

Að grunn­námi loknu, sem er þrjár annir, getur þú valið á milli fjög­urra sérsviða, þau eru: grafísk miðlun, bók­band, prentun og ljós­myndun, allt lög­giltar iðngreinar.

Braut­ar­lýsing

GUF20 Grunnbraut í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum

Grunn­braut í upp­lýs­inga- og fjölmiðlagreinum (GUF20) er fjöl­breytt og starfssviðið margþætt. Sam­eig­in­legt grunnnám á að veita öllum nem­endum almenna þekk­ingu og innsýn í grund­vall­ar­atriði sérsviðanna fjög­urra, bók­bands, graf­ískrar miðlunar, ljós­mynd­unar og prent­unar. Sér­námið leiðir til sér­hæf­ingar í hverri grein. Skipulag grunn­brautar er ætlað til að auka fjöl­hæfni nem­enda þegar út í atvinnu­lífið er komið og auðvelda þeim að aðlagast breyt­ingum á vinnu­markaði jafn­framt því að efla sam­vinnu milli ólíkra fag­hópa og starfs­stétta.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á upp­lýs­inga- og fjölmiðlabraut þarf að hafa lokið grunn­skóla með lág­marks­ein­kunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

 

Að loknu námi

Að grunn­námi loknu er hægt að velja milli fjög­urra sérsviða, sem allt eru lög­giltar iðngreinar:

  • grafísk miðlun
  • bókband
  • prentun
  • ljósmyndun

Að námi loknu í þessum sér­greinum getur þú tekið sveins­próf.

 

Umsagnir

Shape
Shape

Fór í grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina og síðan ljósmyndun.

María lærði ljós­myndun að loknu grunn­námi og er mjög ánægð með grunnnám upp­lýs­inga- og fjölmiðagreina. „Það er góður grunnur fyrir allt nám og þá sér­stak­lega ljós­myndun þar sem ég er að fá sér­hæf­ingu á mínu áhugasviði.“

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í viðburðum og  skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan fer fram í Sjó­manna­skóla­húsinu á Háteigs­vegi.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skóla­sókn er að finna hér á vefnum.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!