Menu

Innsýn í námið

Allt tengist þetta prentuðu efni

Í náminu í er kenndur lokafrá­gangur á prentuðu efni bæði með tölvu­stýrðum bók­bandsvélum og í hand­bók­bandi. Sem og viðgerðir á bókum og útskurð á ýmis­konar efni t.d. nafn­spjöld, bæk­linga, blokkir, umbúðir, dagatöl og fleira. Bók­bindari veitir fag­lega ráðgjöf um frá­gang pent­gripa og efn­isval vegna bók­bands. Hann velur papp­ír­s­teg­undir sem henta í viðkom­andi verk og sér um lokafrá­gang á öllu prentuðu efni.

Í náminu er unnið að raun­veru­legum úrlausn­ar­efnum og þú hefur því góða þjálfun, kunn­áttu og leikni í faginu þegar út á vinnu­markaðinn er komið.

Braut­ar­lýsing

BOB23 Bókband

Meg­in­markmið námsins er að nem­endur öðlist þá þekk­ingu og færni sem bók­bindari er nauðsyn­legt í störfum sínum, m.a. vinnu við vandað hand­verk sem, störf við stjórn og still­ingar bók­bandsvéla, lokafrá­gang á öllu prentuðu efni, brot í tölvu­stýrðum brot­vélum, vinnu við skurðarhnífa og síðan við hand­bók­band. Hann á að geta veitt fag­lega ráðgjöf um hvernig best og hag­kvæmast er að vinna og ganga frá prent­gripum, um efn­isval og aðra þætti er lúta að bók­bandi. Eft­ir­spurn er eftir fag­fólki með víðtæka þekk­ingu á öllum sviðum fagsins jafnt í stórum sem litlum fyr­ir­tækjum á sviði prentiðnaðar. Nem­endur í bók­bandi þurfa að hafa töluverða innsýn í ýmis tækni­atriði sem varða upp­setn­ingu og vinnslu prent­gripa því þróun á þessum sviðum er hröð. Náminu lýkur með sveins­prófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inn­göngu í nám til iðnmeist­ara­prófs. Bók­band er lög­gilt iðngrein.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Þegar því námi er lokið þá geta nem­endur sótt um nám í bók­bandi, sem er sérsvið.

 

Námsframvinda

Námið er sam­tals tvö ár eða fjórar annir í skóla með grunn­náminu og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 48 vikur. Almennt er miðað við að nem­endur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í loka­áföngum fag­brautar eða samhliða.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar

Að loknu námi

Bók­band er lög­gilt iðngrein.

Próf­skír­teini af fag­braut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Nánari upp­lýs­ingar

Í grunn­náminu þurfa nem­endur að nota Adobe for­rit­un­ar­pakkann og er hægt að kaupa nem­enda­leyfi á bóka­safni skólans.

 

 

Það er hægt að klára stúd­ents­próf eftir að námi í skól­anum lýkur eða búa sig undir nám á háskóla­stigi með öðrum hætti.

 

 

FAQ

Spurt og svarað

Er öruggt að ég komist í starfsþjálfun / á samning til að klára námið?

Það er erfitt að fullyrða um að nem­endur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skól­anum lýkur. Það fer allt eftir eft­ir­spurn hverju sinni.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í viðburða- og skóladagatali hér á vefsíðu Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í prentun fer fram Sjó­manna­skóla­húsinu á Háteigs­vegi. En einnig fara nem­endur á sérsviðinu út í fyr­ir­tæki.

Er mætingarskylda?

Já, nánari reglur um skóla­sókn er að finna hér á vefsíðu Tækni­skólans.

Er nemendafélag?

Upp­lýs­ingar um félagslíf og nem­enda­félag.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!