fbpx
Menu

Innsýn í námið

Í náminu öðlast þú þá þekk­ingu, leikni og hæfni sem sveinum í kjólasaumi og/​eða klæðskurði er nauðsynleg.

Sér­námið tekur tvö ár, heild­ar­náms­tími að fata­tækni meðtaldri eru að jafnaði fjögur ár. Eftir að hafa lokið annað hvort kjólasaumi eða klæðskurði þarf að bæta við einni önn til að ljúka hinni grein­inni að auki.

Braut­ar­lýsing

Kjólasaumur og klæðskurður

Kjólasaumur er lög­gilt iðngrein þar sem áhersla er lögð á sérsaum, sniðagerð og aðra fag­vinnu sem tengist sköpun og framleiðslu fatnaðar. Sveinar í þessari iðngrein taka að sér sérsaum á ýmsum fatnaði fyrir ein­stak­linga og hópa. Þeir annast sniðagerð, stærðabreyt­ingar og annan und­ir­búning fyrir fataframleiðslu. Þeir vinna við hlið fata­hönnuða í útfærslum og sniðagerð á fatnaði ásamt sauma­vinnu. Þá annast þeir bún­ingagerð og starfa með leik­mynda- og bún­inga­hönnuðum. Sveinn í kjólasaum sérsaumar kven­fatnað og annast viðeig­andi vinnu sem því tengist.

Klæðskurður er lög­gilt iðngrein þar sem áhersla er lögð á sérsaum, sniðagerð og aðra fag­vinnu sem tengist sköpun og framleiðslu fatnaðar. Sveinar í þessari iðngrein taka að sér sérsaum á ýmsum fatnaði fyrir ein­stak­linga og hópa. Þeir annast sniðagerð, stærðabreyt­ingar og annan und­ir­búning fyrir fataframleiðslu. Þeir vinna við hlið fata­hönnuða í útfærslum og sniðagerð á fatnaði ásamt sauma­vinnu. Þá annast þeir bún­ingagerð og starfa með leik­mynda- og bún­inga­hönnuðum. Klæðskeri sérsaumar herrafatnað og annast viðeig­andi vinnu sem því tengist.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í kjólasaumi eða klæðaskurði þarf að hafa lokið fatatækni.

 

Námsframvinda

Námið er sam­tals sjö annir í skóla og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 16 vikur. Almennt er miðað við að nem­endur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í loka­áföngum fag­brautar eða samhliða.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar.

 

Að loknu námi

Kjólasaumur og klæðskurður eru lög­giltar iðngreinar.

Próf­skír­teini af fag­braut, ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Eftir að hafa lokið námi í klæðskurði/​kjólasaum eru spenn­andi mögu­leikar í boði til að vinna í sjálfstæðum atvinnu­rekstri, í störfum með öðrum skap­andi og stór­huga sveinum, meist­urum eða hönnuðum. Einnig er mögu­leiki á sér­hæf­ingu ýmis­konar t.d. í tengslum við leikhús og kvik­myndir eða að afla sér viðbót­ar­mennt­unar til að fjölga mögu­leik­unum enn frekar.

Verk­efni nem­enda

Vinnustaðanám í klæðskurði

Mikil færni á skömmum tíma

Drauma starfsnámið í skosku hálöndunum

Reynsla og einstakt tækifæri

Starfsnám í Skotlandi

Klæðskurður í gamalli borg

Útskriftarsýning klæðskera

Klæðskeranemar halda útskriftarsýningu

Umsagnir

Shape
Shape

Birna Sigurjónsdóttir útskrifaðist sem klæðskeri

Kenn­ar­arnir eru metnaðarfullir og með brenn­andi áhuga á því sem þeir og nem­endur eru að vinna að. Ég mæli klár­lega með náminu og sér­stak­lega fyrir eldri nem­endur með reynslu sem vilja dýpka skilning og fá meiri þekk­ingu í faginu. Með góða grunnþekk­ingu í faginu getur maður gert flóknari flíkur í náminu og því fengið virki­lega mikið út úr því.

Auður Ósk Einarsdóttir lærði klæðskurð

Ég mæli ein­dregið með fataiðnbraut­inni fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að sérsauma föt. Handa­vinna var alltaf mitt áhugamál síðan að ég man eftir mér og ég ímyndaði mér ekki að ég gæti lært það sem ég elska og breytt því í starfs­feril. Eftir að ég útskrifaðist með sveins­próf í kjólasaum úr Tækni­skól­anum fór ég í háskólanám í Bretlandi og árið 2021 útskrifaðist ég frá Arts Uni­versity of Bour­nemouth með heiðursgráðu í bún­ingagerð fyrir sjón­varp og leikhús. Ég vinn í bún­inga­deild­inni í kvik­mynda­brans­anum og elska hvað starfið getur verið fjöl­breytt. Það er enginn dagur eins og hvert verk­efni er mis­mun­andi. Ég elska líka að sjá það sem ég hef saumað á stóra skjánum og að sjá nafnið sitt í credit list­anum er æðisleg til­finning.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í kjólasaum og klæðskurði fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nem­andi sem er í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi á kost á viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi. Slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um raf­rænt og sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!