fbpx
Menu

Innsýn í námið

Forritun, tölvuleikjagerð, kerfisstjórnun, vélmenni, vef- og viðmótsþróun.

Námið er verk­efnamiðað og nem­endur vinna að raun­veru­legum úrlausnum. Jafn­framt und­irbýr námið þá fyrir próf­töku í alþjóðlegum vott­unum í upp­lýs­inga­tækni frá; Cisco, Linux Professi­onal Institute, CompTIA og Microsoft.

Tölvu­brautin er í sam­starfi við alþjóðlega tæknifyr­ir­tækið Cisco. Nem­endur eiga greiða leið í nám á háskóla­stigi og eru eft­ir­sóttir starfs­menn í atvinnu­lífinu.

Kenn­arar tölvu­brautar hafa sett upp vefsíðu um námið og áfanga braut­ar­innar.

Skoða kynningarsíðu tölvubrautar

Braut­ar­lýsing

TBR19 Tölvubraut

Tölvu­brautin er skipulögð sem þriggja ára stúd­ents­braut, 200 ein­ingar. Nem­endur sem ljúka tölvu­braut­inni hafa öðlast hag­nýta menntun í tölvufræðum. Aðalmarkmið kennslu á tölvu­braut er að búa nem­endur undir nám í tölv­un­arfræði, hug­búnaðarverkfræði, hátækni­verkfræði (e. mechat­ronics), þjarka­kerfi (e. robot systems), tölvu­verkfræði, tæknifræði, vefþróun og/​eða kerf­isfræði á háskóla­stigi.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækj­endur hafi lokið grunn­skóla með lág­marks­ein­kunn B í ensku, stærðfræði og íslensku.

Æskilegt er að nem­endur eigi far­tölvu (yngri en tveggja ára og ekki spjald­tölvu eða Chrome­book). Disk­stærð þarf að vera að lág­marki 100GB og vinnslum­inni að lág­marki 4GB.

Hægt er að fara í raun­færnimat og ef viðkom­andi er orðinn 23 ára og hefur starfað í tölvu­geir­anum lengur en í þrjú ár, þá er mögu­legt að athuga hvort þekking og færni fæst metin til ein­inga á braut­inni.

Hægt er að skrá sig í raun­færnimat á vefsíðu Framvegis.

Að loknu námi

Nem­endur sem útskrifast af tölvu­braut eiga greiða leið í nám á háskóla­stigi og eru eft­ir­sóttir starfs­kraftar í atvinnu­lífinu.

Brautin býr nem­endur sér­stak­lega undir nám í háskóla á sviði tölv­un­arfræði, vefþróun, tækni- og verkfræði.

Námsskipulag – TBR19 (pdf)
Námsskipulag – TBR16 (pdf) eldri braut 

Verk­efni nem­enda

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Í Sjó­manna­skóla­húsinu á Háteigs­vegi.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skóla­sókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upp­lýs­ingar um félagslíf og nem­enda­félag eru á síðu um félagslíf.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!