fbpx
Menu

Innsýn í námið

Nám og kennsla í hársnyrtiiðn miðast við að veita almenna, fag­lega und­irstöðumenntun í grein­inni, auka færni nem­enda í meðferð hársnyrti­vara og beit­ingu áhalda og tækja. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnu­brögð nem­enda og auka hæfi­leika og getu þeirra til sam­vinnu við aðra.

Heild­ar­náms­tími er að jafnaði 3 1/​2 ár. Síðustu tvær annir hársnyrtiiðnar er námið verk­efna­bundið og þá fléttast saman nám í skóla og á vinnustað.

Braut­ar­lýsing

HG24 – Hársnyrtiiðn

Markmið námsins er að gera nem­endur færa um að veita þá alhliða þjón­ustu sem er í boði á hársnyrti­stofum á hverjum tíma. Hársnyrtar vinna í mik­illi nálægð við viðskipta­vini sína og því er mik­il­vægt að efla sam­skipta­færni og getu til þess að öðlast skilning á þörfum viðskipta­vina af ólíkum toga. Lögð er áhersla á gæðavitund, þjón­ustu­lund og siðfræði fagsins í víðum skiln­ingi.

Ath. Með til­komu fer­il­bókar og breyt­ingu á ein­inga­fjölda starfs­náms: Nem­endur sem útskrifast af eldri braut með fer­ilbók og 60 ein­inga starfsþjálfun í stað eldri 80 ein­inga skv. eldri reglugerð, eru útskrifaðir af HG22 hársnyrti­braut í stað HG16.

Athugið að allar áfangaslýsingar brautarinnar eru í námskránni (pdf) hér fyrir neðan.

 

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á hársnyrti­braut þarf að hafa lokið 1. þreps áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði eða grunn­skóla­ein­kunn B. Ef umsækj­andi nær ekki að upp­fylla þessi skilyrði stendur honum til boða að taka þá áfanga á 1. þrepi sem hann vantar.

 

Námsframvinda

Námið er sam­tals fimm annir í skóla og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 52 vikur. Almennt er miðað við að nem­endur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í loka­áföngum fag­brautar.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar.

Að loknu námi

Hársnyrtiiðn er lög­gilt iðngrein.

Próf­skír­teini af fag­braut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Fullnuma hársnyrtir getur starfað á hársnyrti­stofum hér á landi og erlendis, við fjölmiðla, leikhús, heild­sölur og sýn­ingar ýmis­konar. Einnig er mögu­leiki á fram­halds- og viðbót­ar­menntun og sér­hæf­ingu á ýmsum sviðum.

Verk­efni nem­enda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

Starfsþjálfun á Spáni

Hluti af náminu á Spáni

Útskriftarsýning

Halloween hárgreiðslur

Útskriftarsýning í hársnyrtiiðn

Trúðar og fantasía

Stofu­dagar

Hársnyrti­deildin er reglu­lega með stofu­daga á Skólavörðuholti.

Þá geta allir komið í klipp­ingu, litun eða aðra hársnyrt­ingu gegn vægu gjaldi.

Fyrstur kemur, fyrstur fær og afgreitt er eftir núm­erum.

Verið vel­komin!

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Einnig þurfa nem­endur að kaupa sér verk­færi og tæki til að nota í verk­legum tímum og getur kostnaður við það verið allt að 150.000 kr. í upp­hafi. Þessir hlutir nýtast gegnum allt námið, aðeins þarf að kaupa hausa til viðbótar á flestum önnum og ein­staka áhald.

Hér má sjá lista yfir nauðsyn­lega hluti sem þarf að kaupa í upp­hafi náms.

Samtals munu nemendur kaupa allar 5 annirnar:

  • 2 x Lab aðgang – (ársgjaldið er núna 18.500)
  • 2x Hanakamb 37.000 (1. önn)
  • 3x Violu 87.000 (1. önn, 2. önn og 4. önn)
  • 1x Sammi án skeggs 29.000 (2. önn)
  • 1x Sammi með skeggi 35.000 (4. önn)
  • Heildsala greiður skæri og fleira að lágmarki 41.000

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan á Hársnyrti­braut fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Já, þegar nem­endur hefja nám á hársnyrti­braut þá þurfa þeir að festa kaup á áhöldum, bókum og hári fyrir verk­legu áfangana. Sjá má náms­gagna­listann í Innu. Mjög mik­il­vægt er að nem­endur kaupi þessa hluti í fyrstu kennslu­viku þar sem ekki er mögu­legt að hefja námið án þess. Kostnaður fyrir verk­legu áfangana getur orðið um 150.000 kr. í upp­hafi. Þessir hlutir nýtast gegnum allt námið, aðeins þarf að kaupa hausa til viðbótar á flestum önnum og ein­staka áhald.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nem­andi sem er í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi á kost á viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi. Slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!