fbpx
en
Menu
en

Tækni­skólinn leggur mikið upp úr öflugri þjón­ustu sem ætlað er að styðja við nem­endur og starfs­fólk skólans. Á þessari síðu má finna hagnýtar upplýsingar um skólann, skólastarfið, námið og fleira sem gott er að kynna sér í upphafi annar.

 

Þjónusta


Skrifstofa og bókasafn

Bókasafnið Skólavörðuholti

Aðalskrif­stofa skólans er á bóka­safni á 5. hæð og opin á opn­un­ar­tíma safnsins. Sími 514 9000. Síma­tími er mánu­daga kl. 10:00–15:00 og þriðjudaga til föstu­daga kl. 8:00–15:00. Upp­lýs­ingaborð er gegnt aðalinn­gangi og þar er hægt að fá almennar upp­lýs­ingar og leiðbein­ingar.

Skrif­stofur skólans á Háteigs­vegi á fjórðu hæð og í Hafnarfirði á ann­arri hæð eru á bóka­safni og opnar á afgreiðslutíma safnsins. Starfs­fólk safnsins aðstoðar nem­endur við upp­lýs­inga­leit og heim­ilda­öflun. Les­stofur og tölvur eru á öllum stöðum. Einnig er aðstaða til prent­unar og skönn­unar. Upp­lýs­ingar um afgreiðslu­tíma eru á vef skólans.

 

Inna – Upplýsinga- og kennslukerfi

Inna er upp­lýs­inga­kerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nem­endum, m.a. vitn­isburð, ein­kunnir, ástundun, mæt­ingu og náms­feril. Inna er einnig kennslu­kerfi skólans. Við inn­skrán­ingu á Innu eru notuð  rafræn skil­ríki eða Íslykill. Aðstand­endur ólögráða nem­enda fá einnig aðgang að Innu og nem­endur eldri en 18 ára geta sjálfir veitt for­eldrum/​forráðamönnum aðgang að Innu. Mik­il­vægt er að nem­endur og forráðamenn gæti þess að net­föng þeirra og síma­númer séu rétt skráð í Innu.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um Innu á vef skólans. Einnig má þar finna leiðbeiningar fyrir nemendur og leiðbeiningar fyrir kennara í tengslum við Innu.

 

Aðgangs- og prentkort

Allir nem­endur fá aðgangs- og prent­kort meðan þau stunda nám í Tækni­skól­anum. Kortið gefur nem­endum aukinn aðgang að skóla­húsnæðinu og prent­inn­eign. Mik­il­vægt er að yfir­fara per­sónu­upp­lýs­ingar í Innu og kort fást ekki afhent nema að vera með not­hæfa mynd í Innu. Nýnemar fá kortin afhent í „Hvað hópum“ en aðrir nem­endur sækja kortin á bókasöfnum skólans.

 

Námsgagnalisti – Upplýsingar um bækur og námsgögn eru í Innu

Nem­endur finna upp­lýs­ingar um bækur og náms­gögn í Innu. Á vefsíðu skólans má sjá nánari upp­lýs­ingar um námsgagnalista og vefbækur og skoða náms­gagna­lista í exc­elskjali. Bókabúðin Iðnú býður aðild­ar­skólum um land allt 10% afslátt af öllum vörum í skóla­vöru­versl­un­inni að Braut­ar­holti 8 og í vefverslun.

 

Tölvuþjónusta

Við upphaf annar fá nem­endur tölvu­póst frá tölvuþjónustunni með leiðbein­ingum um hvernig á að tengjast tölvu­kerfi skólans. Nem­endum býðst m.a. aðgangur að Office for­ritum frá Microsoft, þráðlausu neti, prentun og fleira. Einnig má finna ýmis­legt tengt fjar­kennslu og fjar­námi á síðu tölvuþjón­ust­unnar. Ef nem­andi gleymir lyk­ilorði sínu þá getur hann farið á lykilord.tskoli.is og fengið tölvu­póst til að breyta lyk­ilorði. Nánari upp­lýs­ingar er að finna á vefsíðu tölvuþjón­ust­unnar.

 

Microsoft Teams

Hér má finna mynd­bönd sem sýna hvernig hægt er að sækja, setja upp og nota for­ritið Microsoft Teams.

 

Framtíðarstofa

Framtíðarstofan er hönn­unar- og hátækni­verkstæði skólans og er staðsett á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði. Opn­un­ar­tími og upp­lýs­ingar um bók­anir er á vef skólans. Allir nem­endur skólans hafa aðgang að Framtíðarstofu.

 

Styrkir, náms- og kynnisferðir

Tækni­skólinn sækir árlega um styrki sem gera nem­endum kleift að fara í náms- og kynn­isferðir til landa innan Evrópu. Verkefnastjóri alþjóðamála hefur umsjón með úthlutun styrkja og skipu­lagn­ingu námsferða. Hann er til viðtals á bóka­söfnum skólans.

 

Skóladagatal, stundatöflur og töflubreytingar


Skóladagatal – viðburðir

Mik­il­vægar dag­setn­ingar eru í skóladagatali, í Innu og í viðburðardagatali á vef skólans.

 

Spannir – Spönn 1/Spönn 2

Áfangar sem nem­andi hyggst taka á önn dreifast almennt á tvær spannir og er nem­andi þá í færri áföngum hverju sinni en í fleiri tímum í hverju fagi í hverri viku. Tökum dæmi: Nem­andi átti að fara í 6 áfanga á önn. Í stað þess er lík­legt að hann fari í 3 áfanga á fyrri spönn og 3 áfanga á seinni spönn (skipt­ingin gæti þó orðið önnur í sumum til­vikum). Þetta þýðir hins vegar að stundataflan getur breyst um miðja önn. Sumir áfangar, sér­stak­lega verk­legir, eru þó keyrðir með anna­fyr­ir­komu­lagi en fara þá eftir skóladagatali að öðru leyti.

 

Töflubreytingar

Í upp­hafi annar er gefin út ný stundatafla fyrir önnina. Ef áfangi er ekki í töflu sam­kvæmt vali þá getur nem­andi óskað eftir töflu­breyt­ingu. Töflubreytingar eru ein­göngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga í töflu sam­kvæmt vali. Óskir um töflu­breyt­ingar eru gerðar raf­rænt í Innu.

 

Úrsögn úr áfanga

Ef nem­andi hyggst segja sig úr áfanga þarf hann að fylla út sér­stakt eyðublað á bóka­safninu. Nem­endur yngri en 18 ára þurfa samþykki forráðamanns fyrir úrsögn úr áfanga. Úrsögn úr áfanga getur verið háð samþykki viðkom­andi skóla­stjóra. Gott getur verið að ræða við náms- og starfsráðgjafa áður en tekin er ákvörðun um úrsögn.

 

Stundatöflur og áfangaheiti

Gagn­legar útskýr­ingar á áfangaheitum og stunda­töflum eru á síðunni stundatöflur/spannir.

 

Viðtalstími í stundatöflu

Viðtals­tími er tími í stunda­töflu nem­anda sem lítur út eins og hver önnur kennslu­stund. Þetta er viðtals­tími umsjón­ar­kennara og til hans getur nem­andinn leitað með allt er snýr að náminu.

Hægt er að hitta á umsjón­ar­kenn­arann á þessum til­greinda tíma í stunda­töfl­unni eða senda honum tölvu­póst. Net­fang umsjón­ar­kenn­arans eru upp­hafs­stafir hans sem sjást á viðtals­tím­anum í stunda­töfl­unni að viðbættu @tskoli.is.

 

Útskriftarnemendur skrái sig til útskriftar

Nem­endur sem hyggjast útskrifast í lok annar þurfa að gefa sig fram við skóla­stjóra sinn og skrá sig til útskriftar. Sjá má dag­setn­ingu í skóladagatali.

 

Valvikan

Val­vikan er um miðja skóla­önnina. Til þess að tryggja áfram­hald­andi skóla­vist, þurfa dag­skóla­nem­endur að mæta í viðtals­tíma umsjón­ar­kennara, yfir­fara með honum áfangaval sitt fyrir næstu önn og staðfesta valið. Einnig þurfa þeir að greiða álagt staðfest­ing­ar­gjald sem er kr. 5000. Athugið að val­vikan og staðfest­ing­ar­gjaldið á ekki við um nem­endur sem eru í flug­virkjun, vef­skóla, meist­ara­skóla, margmiðlun, hljóðtækni eða í almennu dreif­námi.

 

Veikindi og forföll


Athugið að ekki þarf að hringja í skólann ef nem­andi kemst ekki í kennslu­stund og/​eða námsmat vegna veik­inda.

  • Veik­indi nemenda eru skráð í Innu, sjá nánari upplýsingar um veikindi og forföll
  • Forföll kennara eru tilkynnt nemendum í Innu og með tölvupósti.

 

Félagslíf og nemendaviðburðir


Nýnemaferð Tækniskólanns haustið 2021Nýnemaferð Tækniskólanns haustið 2021

Félagslífið

Tækni­skólinn leggur ríka áherslu á að í skól­anum sé mikið og fjöl­breytt félagslíf. Innan allra skóla Tækni­skólans starfa skóla­félög sem mynda nem­enda­sam­band Tækni­skólans, NST. Hér má sjá nánari upp­lýs­ingar um félagslífið.

 

Verkefnastjóri félagsmála

Verk­efna­stjóri félags­mála aðstoðar nem­enda­fé­lögin í sínu starfi. Hægt er að hafa sam­band við verkefnastjóra félagsmála varðandi félags­starf Tækni­skólans.

 

Aðstoð í námi


Námsver

Hlut­verk námsvers Tækni­skólans er að þjón­usta þá nem­endur sem glímha við námserfiðleika af ein­hverju tagi. Nem­endur geta pantað tíma í nám­sveri og fengið aðstoð frá kenn­urum nám­svers yfir Teams. Einnig er hægt að leita til nám­svera við verk­efna- og ritgerðarsmíð. Góð ráð eru að finna á vefsíðunni náms­tækni í fjar­námi og leiðbein­ingar við að tengjast fjar­fund­ar­kerfinu Teams eru á vef skólans.

 

Ritver

Í rit­veri skólans er boðið upp á aðstoð við ritgerðarskrif, heim­ilda­leit og heim­ilda­skrán­ingar. Auk þess er boðið upp á aðstoð við gerð kynn­ing­ar­bréfs, fer­il­skrár og fl..

 

Sérúrræði – lengri tími

Allir nem­endur sem skilað hafa inn gögnum um les­erfiðleika eða aðra námserfiðleika fá viðbótar 30 mín­útur við lausn matsþátta. Sótt er um sérúrræði í Innu.

 

Náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjafar eru til viðtals fyrir nem­endur um allt sem lýtur að námi þeirra. Nem­endur geta rætt per­sónuleg vandamál sín við námsráðgjafa í þeirri full­vissu að þeir eru bundnir þagn­ar­skyldu. Innan skólans eru námsráðgjafar mál­svarar nem­end­anna. Upp­lýs­ingar um viðtals­tíma og staðsetn­ingu námsráðgjafa er að finna á vef skólans.

 

Sálfræðingur

Tækni­skólinn býður nem­endum gjald­frjálsa sálfræðiþjónustu sem er opin öllum. Markmið með sálfræðiþjón­ustu skólans er að veita nem­endum ráðgjöf og fræðslu um náms­tækni, kvíða, þung­lyndi, ADHD, bætta mæt­ingu o.fl. Hægt að panta viðtal hjá Bene­dikt Braga sálfræðing í gegnum Innu. Þegar pantað er viðtal í Innu þarf að skrá við athuga­semd um hvort þið viljið mæta á skrif­stofuna til hans, fá símtal eða myndsímtal í gegnum Köruconnect fjar­fund­ar­búnað. Bene­dikt er staðsettur á skrif­stofu 218 á Skólavörðuholti og hann er einnig með viðtals­tíma í Hafnarfirði og Háteigs­vegi. Hér má sjá nánari upp­lýs­ingar um sálfræðiþjón­ustu skólans.

 

Hjúkrunarfræðingur

Nem­endum Tækni­skólans býðst þjón­usta hjúkr­un­arfræðings, sjá nánar á vef skólans.

 

Skólasókn


Nem­endur skulu sækja allar kennslu­stundir í þeim áföngum sem þeir hafa valið sér og mæta stund­vís­lega. Ef nem­andinn mætir ekki í skólann eða gerir ekki grein fyrir fjar­veru sinni fyrstu  kennslu­vikuna, er litið svo á að hann ætli ekki að stunda nám í skól­anum. Sé nem­andi fjar­ver­andi úr kennslu­stund eða fjar­ver­andi meira en 20 mín­útur af kennslu­stund fær hann 1 fjar­vist­arstig. Komi nem­andi of seint til kennslu fær hann 0,5 fjar­vist­arstig. Skóla­sókn­ar­ein­kunn er gefin fyrir heild­ar­mæt­ingu, sjá nánar í skólareglum.

 

Húsnæði, mötuneyti og geymsluskápar


Húsnæði

TækniskólinnHúsnæði Tækni­skólans er á nokkrum stöðum í Reykjavík og í Hafnarfirði. Sjá nánar um staðsetningar og opnunartíma

 

Mötuneyti

Í skól­anum er mötuneyti þar sem boðið er upp á heitan hádeg­ismat og þar er einnig hægt að kaupa sal­at­bakka, sam­lokur, mjólk­ur­vörur og fleira. Mötu­neytið er á 3. hæð í aðalbygg­ingu Tækni­skólans á Skólavörðuholti, á 4. hæð á Háteigs­vegi og á 2. hæð í Hafnarfirði.

 

Geymsluskápar

Á Háteigs­vegi, Skólavörðuholti og í Hafnarfirði eru geymslu­skápar til afnota fyrir nem­endur án end­ur­gjalds. Regl­urnar eru ein­faldar: Fyrstur kemur fyrstur fær. Ef skápur er opinn er hann laus til notk­unar. Nota skal eigin lás. Skápa á að tæma og skilja eftir opna í lok skólaárs 1. júní ár hvert. Eftir það verður klippt á lása sem enn eru á skápum og inni­haldi skáp­anna fargað.

 

Tryggingar

Nem­endur og munir þeirra eru ekki tryggðir sér­stak­lega hjá skól­anum. Fjöl­skyldu- og heim­il­is­trygg­ingar nem­enda bæta ýmis tjón.

 

 

 

 

Uppfært 11. desember 2024
Áfangastjórn