fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Nám í vefþróun er eina námið hér á landi sem sam­einar kennslu í vef­hönnun, viðmóti og veffor­ritun. Sérstaða námsins felst í fámennum nem­enda­hópi, góðu aðgengi að kenn­urum og náms­um­hverfi sem stuðlar að sam­heldni og sam­vinnu nem­enda.

Í náminu er rík áhersla lögð á tengsl við atvinnu­lífið og fagaðila innan vefiðnaðarins.

Kennsla í vefþróun fer fram á ensku.

Hér má finna gagnlegar æfingar fyrir nem­endur.

Braut­ar­lýsing

VEF21 Vefþróun

Inntökuskilyrði: Miðað er við að nemendur sem hefja nám í Vefþróun hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Ef umsækjandi hefur starfsreynslu í viðmótsforritun eða skyldum greinum verður það skoðað sérstaklega. Námið er skipulagt sem verkefnastýrt nám sem möguleiki er á að ljúka á einu ári (haustönn, vorönn og sumarönn), miðað við að nemendur stundi þetta sem fullt nám (30 einingar a önn) og er þá lokaverkefnið unnið á sumarönninni í samvinnu við fyrirtæki á markaðnum eða aðra aðila. Náminu er skipt upp í ákveðið mörg verkefni sem þarf að ljúka og getur nemandinn þannig haft áhrif á námshraða með því hversu hratt hann fer í gegnum verkefnin. Þó er ætlast til að öllu sé lokið á 2 árum.

Inn­töku­skilyrði

Inntökuskilyrði

Umsækj­endur þurfa að hafa lokið stúd­ents­prófi eða sam­bæri­legri menntun. Auk þess er gerð krafa um grunnþekk­ingu á tölvum og góða enskukunn­áttu.

Mikill kostur er að umsækj­endur hafi annaðhvort góðan graf­ískan bak­grunn eða grunn í for­ritun.

Að loknum umsókn­ara­fresti munu nem­endur fá boð um þáttöku í inn­töku­verk­efni sem líkir eftir þeirri verk­efna­drifnu aðferðarfræði sem fylgt er út námið.

Hér er hlekkur á ein­stak­lings­verk­efni sem mælt er með að nem­endur spreyti sig á áður en þeir koma í inn­töku­verk­efnið.

Að loknu námi

Að loknu námi í vefþróun eiga nem­endur að hafa næga kunn­áttu og hæfni til að koma inn á atvinnu­markaðinn. Viðmóts­hönnuðir- og veffor­rit­arar starfa meðal annars hjá vef­stofum og í vef­deildum hjá stórum og meðal stórum fyr­ir­tækjum sem leggja áherslu á starf­semi á vefnum.

Margir starfa þar að auki sjálf­stætt og við nýsköpun.

Verk­efni nem­enda

Vefskólinn á Las Palmas Gran Canaria

Samstarf á Kanarý

Redesigning an app

Strætó appið

Elsa’s gallery site

Animations and microinteractions

Skipulag náms

Skipulag námsins

  • Búið er að endurskrifa námskrána í vefþróun yfir í verkefnastýrt nám (sjá næsta flipa hér til hliðar).
  • Við það var námið stytt niður í 3 annir (90 fein) með möguleika á að ljúka því á einu ári. Þannig myndu nemendur í fullu námi taka haustönn, vorönn og svo sumarönn þar sem unnið væri að lokaverkefni í samvinnu við fyrirtæki undir leiðsögn kennara.
  • Gjald er þá greitt fyrir haust- og vorönn kr. 250þús. hvor önn en þá fylgir sumarönnin með (ekki greitt sérstaklega fyrir hana).
  • Mætingarskylda er í ákveðnar lotur/tíma/kynningar en þess á milli getur nemandi ráðið hvar hann vinnur verkefnin sín.

Hvað þýðir verkefnastýrt nám?

  • Námið er byggt upp á ákveðið mörgum verkefnum sem þarf að leysa.
  • Það eru verkefnin sem ráða námsframvindunni. Nemandi getur þannig stjórnað á hvaða hraða hann fer í gegn um námið með verkefnunum.
  • Það þarf að ljúka öllum verkefnum sem lögð eru fyrir.
  • Námstíminn 3 annir eða 1 ár miðast þó við að nemandinn sinni náminu að fullu eða ljúki 30 fein á önn. En hægt er að taka námið á lengri tíma fyrir þá sem það hentar.

Hér í skjali (pdf) má sjá yfirlit yfir verk­efnin í náminu.

Hér er nánari lýsing á náminu á description in english

Hér má lesa aðeins nánar um upp­bygg­inguna og verk­efnin.

Umsagnir

Shape
Shape

Námið hentar vel fyrir bæði byrjendur og lengra komna!

„Námið er mjög verk­efna­drifið og hvetur nem­endur til að taka hug­myndir og verk­efni lengra eftir kunn­áttu þeirra. Það gerir það að verkum að námið hentar vel fyrir bæði byrj­endur og lengra komna.“

Spennt að mæta í skólann á hverjum degi!

„Ég kom inn í nám í vefþróun með miklar vænt­ingar og get ekki sagt annað en að þær hafa algjör­lega staðist. Það er greini­lega mikill metnaður af hálfu stjórn­enda og kennara og áhuginn hjá bekknum var alltaf mikill. Hóp­urinn var frábær, kennslan skemmtileg og ég var spennt að mæta í skólann á hverjum degi!“

Þetta nám hefur svo sannarlega borgaði sig!

„Hef ávallt haft ein­hvern áhuga á vefþróun en aldrei fundið nám sem hentaði mér eða var nógu heill­andi, þar til ég fann Vef­skólann. Kenn­ar­arnir eru ótrú­lega hjálp­samir, klárir og hvetj­andi og að læra um alla króka og kima vef­geirans er ein­stak­lega skemmti­legt og krefj­andi. Þetta nám hefur sann­ar­lega borgað sig.“

FAQ

Spurt og svarað

Hve langt er námið í vefþróun?

Námið tekur 3 annir í fullu námi og því hægt að ljúka á 1 ári með því að taka sumarönn.

Hvað kostar námið?

Námið í heild kostar 500 þúsund. Greitt er fyrir haustönn og vorönn og er þá sumarönnin innifalin.

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hver eru inntökuskilyrði í námið?

Nem­endur þurfa að hafa lokið stúd­ents­prófi. Góða kunn­átta í grafík eða for­ritun styrkir umsókn.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Já, námið er láns­hæft hjá LÍN – nánar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Eru námsgögn nauðsynleg?

Nem­endur þurfa að koma með sína eigin far­tölvu.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!