Menu

Innsýn í námið

Spennandi og krefjandi stúdentsnám

K2 tækni- og vísindaleið Tækniskólans er framsækið þriggja ára stúdentsnám í bekkjakerfi þar sem megináhersla er á verkefnavinnu, lausnaleit og gagnrýna og skapandi hugsun. Í bekkjakerfi sækja nemendur áfanga í öllum kjarnagreinum með sínum bekkjarfélögum í sinni heimastofu og vinnustofu. Nemendur sækja fjölbreytta valáfanga, á brautinni sjálfri sem og þvert á aðrar brautir Tækniskólans. Sérstök athygli er vakin á því að í boði er að taka bók­legan hluta einka­flug­manns­námsins sem stóran hluta af vali (15 einingar), þá á lokamisserinu.

Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi fyrirtæki og stofnanir á sviði umhverfisfræði, vísinda, tækni og nýsköpunar. Markmið brautarinnar er að gefa skapandi og sjálfstæðu námsfólki tækifæri til að fást við krefjandi verkefni á frumlegan og áhugaverðan hátt, tengjast háskólaumhverfinu og efla tengslanet sitt í atvinnulífinu. K2 tækni- og vísindaleið er tilvalin braut fyrir þá sem vilja njóta þess að stunda nám sitt í bekkjakerfi en jafnframt nýta sér alla þá kosti sem áfangaskóli, með miklu og fjölbreyttu námsframboði, hefur upp á að bjóða.

Nemendur taka á námsferli sínum þátt í fjölmörgum þverfaglegum sérverkefnum. Um er að ræða bæði innlent og erlent samstarf. Nemendahópurinn hefur jafnframt verið áberandi í hinum ýmsu innlendu og alþjóðlegu keppnum á sviði tækni og vísinda og hefur meðal annars unnið tvisvar til aðalverðlauna í YRE (Young Reporters for the Environment) sem Landvernd/FEE stendur fyrir árlega og í Evrópska tölfræðimótinu.

Braut­ar­lýsing

K2-21 Tækni- og vísindaleið

Tækni- og vís­indaleið er stúd­ents­braut þar sem hugað er sér­stak­lega að því að námið sé áhuga­vekj­andi, ögr­andi og efl­andi. Náms­brautin er gerð í sam­ræmi við aðalnám­skrá fram­halds­skóla og sam­kvæmt leiðbein­andi viðmiðum frá mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytinu. Skipulag og upp­bygging braut­ar­innar var unnin í sam­starfi við Háskólann í Reykjavík og sam­starfsaðila úr atvinnu­lífinu. Þróun braut­ar­innar á kom­andi árum miðar við áfram­hald­andi sam­starf þessara aðila. Kennsla við brautina fer fram í lotum.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuviðmið

Ef umsóknir nýnema um skólavist á K2 tækni- og vísindaleið eru fleiri en hægt er að verða við er reiknuð meðaleinkunn íslensku, ensku og stærðfræði og umsóknum raðað eftir þeirri meðaleinkunn. Við mat á umsóknum er jafnframt litið til styrk­leika hvers og eins en mikið er lagt upp úr því að hafa fjöl­breyttan nem­endahóp.

Fyr­ir­spurnir varðandi inn­töku og annað braut­artengt skal senda til braut­ar­stjóra, Sigríðar Halldóru Páls­dóttur, shp@tskoli.is.

 

Að námi loknu

Náminu lýkur með stúd­ents­prófi. Námið er tækni- og vísindamiðað en einnig er lögð mikil áhersla á verk­efna­stjórnun, nýsköpun og frumkvöðlahugsun.

Verk­efni nem­enda

Lokaverkefni á K2

Öflugt skólaþróunarstarf

Staða hinsegin fólks í Póllandi

Regnbogaplágan

Heimildarmynd um kolefnisspor á netinu

Mengun með miðlum

Skipulag

Kjarni: 183 einingar – Nem­endur taka alla kjarna­áfanga með sínum bekk. Þeir eru kenndir af kenn­urum braut­ar­innar og kennsla fer fram á K2-gang­inum á Skólavörðuholti eða í húsnæði HR við Öskjuhlíð.

Lokaverkefni (hluti af kjarna) – Síðustu tvær vikur hverrar annar er vikið frá hefðbundinni stunda­skrá og nem­endur ein­beita sér að svo­kölluðum loka­verk­efnum, sem eru metnaðarfull verkefni unnin í samstarfi við valda aðila í fræðasamfélaginu og atvinnulífinu.

Valáfangar eru 27 einingar.

Nánar um byggingu námsbrautar

K2 tækni- og vísindaleið fylgir sömu skóla­reglum og aðrar náms­brautir Tækni­skólans. Einnig gilda sér­stakar námsbrautarreglur um brautina.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um nám á K2 með því að smella á hnappinn „Sækja um“ hér að ofan. Allar umsóknir fara í gegnum Menntagátt.

Hvað kostar námið?

Upp­lýs­ingar um skóla­gjöld er að finna í gjaldskrá Tækniskólans. Fyrir utan skóla­gjöld mega nem­endur á K2 búast við því að leggja út fyrir ýmsum náms­gögnum auk þess sem þeir þurfa að eiga far­tölvu.

Eru efnisgjöld?

Bein efn­is­gjöld eru engin en nem­endur á K2 gera ráð fyrir að leggja út fyrir ýmsum náms­gögnum auk þess sem þeir þurfa að eiga far­tölvu. Með náms­gögnum er til að mynda átt við gjöld vegna námsferða, kostnað vegna menn­ing­arferða, kaup á tölvu­for­ritum, tölvu­búnaði, bókum/​bóka­hlutum eða greinum.

Hvenær hefst kennsla?

Upp­lýs­ingar um upphaf og lok kennslu er að finna á skóladagatali hér á vefnum. Alla jafna hefst kennsla að hausti í seinni hluta ágúst­mánaðar og í fyrstu viku janúar á vorönn.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla á K2 fer fram í aðalbygg­ingu Tækni­skólans á Skólavörðuholti  og í Háskól­anum í Reykjavík. Að auki fara nem­endur í ýmis ferðalög og vett­vangs­heim­sóknir, bæði í Reykjavík og víðar.

Þarf ég að vera með tölvu?

Nem­endur á K2 þurfa að koma með eigin tölvu til að vinna á.

Er mætingarskylda?

Já, nánari reglur um skólasókn má finna á vef Tækni­skólans.

Er nemendafélag?

Nem­enda­sam­band Tækni­skólans, NST, heldur viðburði og skemmt­anir fyrir alla nem­endur. Minni nem­enda­félög halda utan um viðburði sem ætlaðir eru nem­endum í ákveðnum und­ir­skólum eða brautum Tækni­skólans. Þá eru ýmsar nefndir starf­andi undir hatti NST, svo sem jafn­rétt­is­nefnd, skemmt­i­nefnd og tækn­i­nefnd.

Nánari upp­lýs­ingar um nemendafélögin er að finna á síðu um félags­lífíð.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!